Tilefni þessarar greinar er umræðan um Spaugstofuna. Eftir að hafa lesið það allt fannst mér ég verða að leggja eitthvað til málanna. Ég horfi þó nokkuð á sjónvarp og verð bara að segja að íslenst dagskrárefni er bara hreinlega ekki áhorfandi. Að Ríkið(ég og þú) skuli eyða peningum í það er bara hreint og beint glæpur. Þó má undanskilja íslenskar bíómyndir, enda yfirleitt um einkafjármagn að hluta til í þeim. Einnig þó að einkareknarstöðvar séu að sýna innlenda framleiðslu, þá er það ansi oft eftirhermur úr erlendu efni sem er ekki fólki með hugsun í höfðinu bjóðandi. Til að nefna nokkur dæmi úr báðum áttum má benda á: Survivor, Spy TV, Temptaition Island, The Bachelor, Jackass, og Fear Factor. Djúpa laugin, PoppPunktur, Heiti potturinn, Brúðkaupsþátturinn Já, Spaugstofan og Fóstbræður. Eins og ég segi að skynsamt fólk geti horft á þetta og að sjónvarpstöðvar geti sýnt þetta og þóst halda að þeir geti verið miðill sem hægt er að virða. Vonandi mun ástandið batna. Ég tel þó að það sé samt i lagi að reyna að gera góða innlenda dagskrárliði, en lausnin er ekki að taka upp erlenda sorpgerð. Framleiðendur myndefnis á Íslandi TAKIÐ YKKUR Á
———————