Black Books Rúv hefur nú í vetur tekið til sýninga aðra seríu í bresku gamanþáttaröðunum Black Books. Þættir þessir eru á dagskrá á miðvikudagskvöldum klukkan 2130. Þeir fjalla um Bernard Black, eiganda bókabúðar sem er sviðsmynd þáttanna, og tvo vini hans, samstarfsmanninn Manny Bianco og Fran Katzenjammer en hún átti búð sem var við hliðina á bókabúðinni.

Bernard er illa við alla viðskiptavini sem koma í búðina og virðist einnig ekkert hafa alltof miklar mætur á vinum sínum. Hann hefur miklu meira yndi af bókunum í bókabúð sinni og vill helst ekki selja neinar þær. Hann hefur líka mjög gaman af því að drekka og er oftar en ekki timbraður, sem ekki léttir lund hans mikið.
Húmor þáttanna er kolsvartur og alveg ótrúlega skemmtilegur. Kannski ekki alltaf sá frumlegasti en bætir það upp með góðum grínleik og afbragðsleikstjórn. Og vissulega eiga þeir það til að vera mjög frumlegir. Í einum þáttanna(gott ef ekki þeim fyrsta) úr fyrstu seríunni gerðist það til dæmis að þegar Manny var kynntur til sögunnar var hann alltaf í ótrúlegu stressi og taugaveiklaður. Þá datt honum það í hug að fara inn í bókabúðina hjá Bernard og kaupa “The little book of calm” til að reyna að hjálpa sér. Seinna endar hann á því að gleypa bókina og breytist þá í blöndu af Jesús og Búddha þar sem hann ljómar af innri frið og lætur viskukornin fleyta af vörum sér hvert af öðru.

Svona er húmor þáttanna, yfirleitt alltaf svartur, stundum algjörlega út í hött en alltaf fyndinn.
Bernard Black er leikinn af Dylan Moran, en hann er einnig einn af handritshöfundum þáttanna. Hann lék Rufus the thief í myndinni Notting Hill.
Manny Bianco er leikinn af Bill Bailey en hann er þekktur grínisti í Bretlandi.
Fran Katzenjammer er svo leikin af Tamsin Greig.

Því miður hefur sjónvarpsstöðin Channel 14 í Bretlandi ekki ákveðið að halda áfram með þættina eða amk ekki hafið framleiðslu á nýrri seríu, þannig að aðeins þessar tvær seríur eru til. Hins vegar eru góðu fréttirnar þær að hægt er að kaupa þær á netinu á DVD og njóta þeirra aftur og aftur.

Hér er svo hægt að nálgast heimasíðu þáttanna:
http://www.channel4.com/entertainment/tv/mic rosites/B/blackbooks/index.html