Ég veit ekki hvaða hvatir það voru sem fengu mig til að horfa á spaugstofuna á laugardaginn, en þær voru allavega eitthvað afbrigðilegar afþví það er langt síðan mér fór að finnast að þeir væru búnir að missa það. En sama hvaða brenglun lá þar að baki þá horfði ég nú á þáttinn… og jesús fu**ing kristur hvað þetta setti nýtt met í leiðindum, það hefði nú verið eitt að þetta væri ekki fyndið en það var í alvöru hreint út sagt sársaukafullt að horfa á þetta. Sú tilfinninging að þeir væru búnir að vera bara í einhverjum búningum að reikja krakk og lesa andrés önd síðan þeir voru síðast í loftinu óx með hverri mínútu sem leið af þessum sora og ógeðið náði hámarki í “grín”útgáfunni af cleaning out my closet viðbjóðinum eftir eminem … gamlir kallar að rappa eru einfaldlega ekki fyndnir (ok, þetta gekk reyndar ágætlega upp í áramótaskaupinu en það var líka snillingur sem leikstýrði því)…
En ég er einfaldlega of sár móðgaður að vera að borga fyrir þennan viðbjóð að ég get held ég ekki talað neitt málefnalega um þetta. Heimta bara að fá að vita hvað þetta er að kosta rúv og fá endurgreiddan minn hluta af því!!! skúra klúra samfélag mitt rassgat…

DamienK - maðurinn með nálgunarbannið á Andreu Róberts