Ég er mjög þakklátur fyrir það að Skjár einn hafi komið til sögunnar, og það ókeypis. Skjár einn er með að mínu mati nokkuð marga góða þætti, eins og td CSI, raymond og blablabla……
Endursýningarnar pirra mig voða lítið, enda er þetta líka ókeypis.
En það er eitt sem að hefur verið að pirra mig soldið - það er það hvað Skjár einn auglýsir sjálfan sig alltaf svo fjandi mikið, og ekki bara stöðina sjálfa, heldur líka bara fólkið sem starfar þar. Þarna er samankominn einn stærsti her af þotuliði landsins sem að margir hverjir komast bara í sjónvarp út af lúkkinu sínu, eins og td Friðrik Whathappenend, sá gaur þykir mér alger sápukúla sem neitar að springa!!! En allaveganna, ég ætlaði nú ekki að ræða það heldur ætlaði ég að tala um eitt heilalausasta sjónvarpsefni sem að ég hef nokkurn tímann á minni ævi séð - HJARTSLÁTTUR Í STRÆTÓ!!! OJBARASTA!! Hver kom eiginlega með hugmyndina að þessu sorpi???? Þetta eru bara einhverjar tvær, jú mjög sætar stelpur svosem, sem að eru bara að leika sér. Ég samgleðst þeim mjög, því þær virðast skemmta sér svo vel, koma í sjónvarpinu og allt!! Meira er það því miður ekki, bara þær eitthvað flissandi, og svo eitthvað innihaldslaust viðtal. Þessi þáttur pirrar mig svo mikið að ég held ég þurfi að fá mér postulínstennur að sökum þess að ég er búnað gnísta hinum svo mikið að þær eru að vera búnar. Svo fór allt í einu þessi þáttur að minna mig á eitthvað…….hvað var það nú…..hmmmmmm………HEYRÐU!!!! Þetta er alveg eins og Teletubbies……..jáááááhhh…… ANDSKOTANS TELETUBBIES!!!!! ANDSKOTANS TELETUBBIES SEM AÐ 2ja ára gamli sonur minn er alveg að vaxa upp úr…… stubbarnir í strætó, bara ekki í búningum…… ekki satt???? er ekki einhver sammála???????