Áður en ég byrja vil ég segja að ég er ekki forfallinn aðdáandi 70 mínútna, ég horfi einstaka sinnum á þá þegar ég man eftir þeim og nenni að horfa á þá!

Ég man þá gömlu góðu daga þegar 70 mínútur voru með frumlegt efni í þáttunum hjá sér, voru óhlutdrægir og gerðu grín að öllum óhiklaust. En ekki lengur…því núna getur maður ekki komist framhjá því að þátturinn sé styrktur af PEPSI og DORITOS, ég meina, þeir eru með stóran skjá sem sýnir myndir af PEPSI og DORITOS, fullt borðið af PEPSI og DORITOS, áður en þátturinn byrjar á milli auglýsinga eða laga þá er eitthvað fólk sem segir: “70 mínútur í boði PEPSI og DORITOS” og svo þegar þeir byrja þá segja þeir :“Þið eruð að horfa á 70 mínútur i boði PEPSI og DORITOS”. Öllu má nú ofgera.
Þeir hafa einnig slaknað í flestöllu, falin myndavél er núna bara alltaf það sama eða svipað allavega (sry bara man ekki eftir neinni í augnablikinu), ég man eftir einni snilldar falinni myndavél hjá þeim þegar þeir voru nýbyrjaðir, eða þegar þeir gengu í hús og spurðu fólk hvort það hefði ekki pantað kynlífsleikföng (genius).
Jú auðvitað veit ég að þetta er allt frítt fyrir okkur, en “for god´s sake” setjið smá fjölbreytni í auglýsingarnar, ekki kæfa mann með PEPSI og DORITOS

peace