Fear Factor Fear Factor er raunveruleikaþáttur sem er sýndur á mánudagskvöldum á stöð 2. 6 þáttakendur, 3 karlkyns, 3 kvenkyns eru fengin til að keppa við hvort annað í þrem þrautum. Í fyrstu þrautinni keppa konurnar við konurnar og karlarnir við karlana. Þannig að í fyrstu þrautinni detta 2 út. Fyrsta þrautin er oft líkamleg, svona hátt í loftinu. Í seinasta þætti var það að klifra úr loftbelg í þónokkri hæð. Einu sinni þurfti að ganga meðfram gluggum á fertugust hæð.
Önnur þrautin er oftast ógeðslega þrautin, andlegt. Eins og að éta svínaeistu, nashyrningaheila og lifandi flugur. Eða þá að dífa fólki í svona dýr, eins og snáka, orma eða mýs. Þriðja þrautin er svo svipuð fyrstu þrautinni, líkamlegt en einnig andlegt. Í

seinasta þætti áttu keppendur að negla bíl á stökkpall og drífa sem lengst. Sigurvegarinn fær svo 50,000 dollara.
Ég veit ekki hve margir horfa á þetta en ég hef stundum gaman að þessu. Þrátt fyrir að þetta sé dálítið einhæft en hvaða sjónvarpsliður er það ekki? Stundum er gaman að spá í hvað maður gæti gert af þessu og hvað ekki. En annars gæti ég aldrei horft að alla þættina, því eins og ég segi þá er þetta mjög einhæft!!
En samt eitt af því betra sem er í sjónvarpinu.
<B>Azure The Fat Monkey</B>