Ég var að browsa Textavarpið rétt í þessu og þar lá á síðu 119 Fréttatilkynning frá RÚV sem yljaði mér verulega um hjartrætur. Samningar hafa tekist og íbúar Springfield munu koma aftur á skjáin. Hér er síðan tilkynningin:

“ Í dag var undirritaður samningur um að
hin vinsæla þáttaröð Leiðarljós, eða
Guiding Light, verði aftur tekin til
sýninga á dagskrá Sjónvarpsins frá og
með 1. ágúst næstkomandi.

Leiðarljós hefur verið sýnt í Sjón-
varpinu á hverjum virkum degi nánast
óslitið frá því í október 1994. Þátt-
urinn hefur átt dyggan hóp áhorfenda
hérlendis og er það forvígismönnum
Sjónvarpsins ánægjuefni að geta boðið
áhorfendum að horfa áfram á þáttinn.
Leiðarljós hefur glatt útvarps- og
sjónvarpsáhorfendur víða um heim í 62
ár og hefur engin þáttaröð verið
sýnd lengur. ”


Þetta er auðvitað gífurlegt gleðiefni og nú loksins eru RÚV menn farnir að standa sig. Áður en við munum vita þá verður RÚV sú stöð sem viljum helsta greiða afnotagjöld fyrir. ÁFRAM RÚV

Hér er síðan krækja á <a href="http://www.cbs.com/daytime/gl/">heimasíðu</a> þáttaráðarinar

– evil grin –
:: how jedi are you? ::