Fótbolti Nú er undirbúningur fyrir HM í fullum gangi, og mér skilst að Norðurljós hafi keypt réttinn á að sýna þetta og getur því sýnt þetta á Stöð 2 og Sýn. Sýn er þekkt fyrir að vera íþróttarás, soldið svona svo að stöð 2 þurfi ekki sýna alla þessa íþróttaviðburði og íþróttafíklarnir geti bara borgað fyrir sýn. En undanfarna daga klukkana 18.00 þegar seinfeld er vanalega er byrjað að sýna einhverja þætti um HM sem mér finnst frekar fúlt því mér finnst bara að þeir geti sýnt þetta á Sýn og ekki vera að hætta að sýna Seinfeld, sem er frábær þáttur, til að geta sýnt eitthvað íþróttadót. Því ég hélt að aðalmeiningin með Sýn væri til að vera með íþróttadót þar. Hvað finnst ykkur?