60 mínútur Ég veit að mörgum finnst fréttaskýringaþættir mjög leiðinlegir en þeir eru það alls ekki. Af öllum þessum helstu þáttum, 60 minutes, Dateline og 48 Hours þá er 60 mínútur mikið betri en allir hinir. Uppbyggingin á þáttunum er svona:
Fyrst er kynnt þá þrjár fréttir sem verða í þættinum (stundum tvær.) Síðan kynna fréttamennirnir sig, í 60 mínutum eru Ed Bradley, Morley Safer, Mike Wallace, Steve Kroft, Lesley Stahl. Svo er Andy Rooney sem að mínu mati er snillingur sem hefur alltaf örstutta gagnrýni í endann. Í 60 mínútum IIa þá eru Dan Rather, Bob Simon, Charlie Rose, Vicki Mabrey, Scott Pelley og svo Charles Grodin fær síðustu mínútur þáttarins. Svo koma fréttirnar:

Fréttirnar eru alltaf vel gerðar. Þó að þeir taki virikilega leiðinleg málefni þá geta þau orðið skemmtileg. Fréttirnar eru oftast hlutlausar en oft sést að fréttamennirnir styðja “góðu” hliðina. Að vissu leyti væri ég alveg til í að vera einn af fréttamönnunum og fá að ferðast út um allan heiminn, taka viðtöl við frægt fólk og stjórnmálamenn.

Svo þegar fréttirnar eru búnar þá kemur besti hluti þáttarins, rúsínan í pylsuendanum (hver borðar rúsínu í pylsuenda?) þegar annaðhvort Andy Rooney eða Charles Grodin segja eitthvað fyndið. Andy er mikið betri heldur en Crodin. Hann hefur meiri reynslu og er mikið skemmtilegri. Hann fattar líka að heimurinn þolir ekki Bandaríkin og gerir oft grín að því.
<B>Azure The Fat Monkey</B>