Man einhver eftir tékkneskum brúðumyndaþáttum um 2 seinheppna snillinga sem voru alltaf að reyna að fegra umhverfi sitt, með misjöfnum árangri þó sem voru sýndir í sjónvarpinu 1985 til

Allir þættirnir áttu það sameiginlegt að eftir röð mistaka og misgáfulegra tilrauna tókst þeim ætlunarverk sitt og til að innsigla það tókust þeir í hendur, með sínu eigin leynilega handabandi. Það brást ekki að um leið og þeir höfðu lokið við það hrundi allt það sem þeir höfðu gert. Venjulega endaði þátturinn með karlana tvo í miðri hrúgunni.

Ég er búinn að leita mikið að einhverjum upplýsingum um þessa þætti. Það sagði einhver að það væri hægt að finna allt á netinu… En ég held að ég sé búinn að afsanna það!

Man einhver eftir þessum þáttum og veit einhver um vefsíðu um þá?