Rétt áðan var ég að horfa á Indiana Jones og Dómsdagsmusterið (mynd nr. 2) og langaði mig að skrifa um tæknibrellurnar í myndinni. Ég veit að hún er gerð árið 1984 en það er samt einhvað að angra mig. Þeir sem hafa horft á myndina muna kanski eftir atriðinu þar sem þau stökkva út úr flugvélinni og hún crassar á fjallinu; sprengingin er allt annars staðar en flugvélin lenti. Það finnst mér galli miðað við að töfralæknirinn tekur hjartað úr kallinum og er það mikið betur gert heldur en þetta með flugvélina. Fyrst að hjartaatriðið er svona flott af hverju er flugvélaatriðið svona lame. Kanski að Spielberg sé einhvað að klikka??

ég veit ekki