Hvað eru 5 allra bestu sjónvarpsþættir að ykkar mati? Nú er það orðið svo hjá mér að ég er beinlínis hættur að horfa á kvikmyndir. Ég lít öðruhverju á einhverja mynd sem virðist vera eitthvað áhugaverð. Maður les um hana og oftar en ekki verður maður fyrir svo miklum vonbrigðum af þessum nýju myndum að maður gefst fljótlega upp.

Kvikmyndir í dag eru bara ekki eins góðar í dag og þær voru í gamladaga PUNKTUR!

Aftur á móti finnst mér mikið meira lagt í sjónvarpsþætti í dag, þeir geta boðið upp á svo miklu áhugaverðari, skemmtilegri, víðáttumeiri og meira í spunnin söguþráð.

Hvað er skemmtilegra en að vera dottinn í skemmtilega þáttaseríu, eru kannski 7,8 season og þú ert á þriðja season. Nóg að horfa á og þarft ekki að bíða eftir þátt.

Það er alltof mikil snilld!

Ég er samt búinn að horfa á svo marga mismunandi þætti og finnst liggur við að ég sé búinn að horfa á allt. En auðvitað er til endalaust af þáttum til að horfa á.

Nú spyr ég ykkur hvað ykkur:
Hvað eru 5 allra bestu sjónvarpsþættir að ykkar mati?

Hvað eru þið svo annars að horfa á í dag?