Mér finnst þessir þættir frábærir og einstaklega vel gerðir og reyni að missa aldrei af þeim.

Sáuð þið þáttinn í gær ? Ég að vísu missti af byrjuninni en sat með gæsahúð yfir því sem ég sá :/
Það sem stakk mig mest voru viðtölin við Steingrím sjálfan, þar sem hann meðal annars neitar því alfarið að hann sé kynferðisglæpamaður, það hlýtur að vera að það sé einhver brotalöm í kerfinu ef manninum er stanslaust stungið í fangelsi og hefur verið dæmdur fyrir 14 kynferðisbrot á ungum börnum og hann situr bara og neitar og sér ekkert athugavert við eigin gjörðir, ég held að svona sjúkir menn þurfi að vera settir í einhverskonar meðferð þar sem þeim er ekki hleypt út aftur fyrr en þeir gera sér fyllilega ljóst hvað þeir hafa gert og helst vildi ég að manninum yrði bara haldið inni einhverstaðar sem lengst.
Ég mundi að minnsta kosti ekki vilja hafa þennan mann nálægt mér eða mínum börnum !

Kv. EstHer

p.s þó að sjálfsögðu sé ekkert bannað að eiga tölvu, þá stakk mig samt að sjá tölvu heima hjá Steingrími og ég get rétt ímyndað mér til hvers hún er helst notuð.
Kv. EstHer