Undercover Upphafsþáttur þessarar þáttaraðar var sýndur síðastliðin föstudag og leist mér nokkuð vel á þáttinn. Þessi þáttaröð fjallar um hóp lögreglumanna sem berst gegn bankaræningjum og fer því ,,undercover'' til að uppræta bankaræningjahópinn að innan. Þessi þáttur skartar leikurum eins og William Forsythe (Blue Streak), Jon Seda (Homicide:Life On The Street) og Grant Show (Melrose Place). Þetta er einhvers konar lögregludrama og finnst mér þetta vera frábrugðið venjulegri dagskrá skjás 1 því þetta er risastórt skref upp á við fyrir skjá 1 miðað við sína þáttasögu eins og Charmed, Providence og Judging Amy sem eru allt ömurlegir þættir.

Nafnið lýsir söguþræði þáttarins nokkuð vel en eins og ég minntist á fyrr eru þessir þættir um löggur sem fara huldu höfði inn í hóp afbrotamanna og eyðaglæpum innanfrá. En í öllum þáttum getur ekki allt gengið í haginn fyrir lögregluna því einmitt þegar þeir eru að fara handtaka afbrotamennina kemur háttsettur framagosi innan lögreglunnar og segir þeim að þeir verði að drífa sig að fara leysa mál annars verði sveitin lögð niður. Yfirmaður sveitarinnar fer þá eitthvað að röfla um að hann hefði verið settur yfir þessari sveit þannig að hann ráði.

Mér finnst þessir þættir vera mjög góðir og er það bara fínt hjá skjá 1 að hefja sýningu á þessum þáttum.