Hvað er málið með raunveruleiakþætti í dag? Er fólk að digga þá? Ég veit ekki hvað ég get talið upp marga raunveruleikaþætti sem eru í gangi þessa daganna, eða voru fyrir svona ári. Ég er að verða geðveikur. Megnið, ef ekki allir af þeim eru amerískir. Þá á ég við alla raunveruleika þætti. þetta er bara misheppnuð uppfinning. Alltaf einhver keppni, eða verið að breyta einhverju. Ég hef enga fordóma geng Könum, en ég get sagt það að þeir eru nokkuð væmnir, satt að segja eru þeir mestu vælukjóar í heimi. Þegar það er verið að syngja í American Idol eða X-Factor eru allir í salnum að grenja. Í Extreme Make Over: Home Edtition, fara allir að grenja í lokinn. Svo er líka stór hluti af þessu leikið. Það sést augljóslega. Afþví að fólkið lætur alltaf eins og það sjái ekki myndavélina. svo erum við íslendingarnir stundum að gera þessa þætti. Eins og Bachelor, og X-Factor, og Idol og svoleiðis. Frænka mín ein kannast við stelpuna sem vann í Íslenska bachelorinum, og hún sagði mér það um daginn að hann hafi ekki fengið að ráða, heldur framleiðendurnir. WTF! hvað er það? Afhverju er svona gaman að horfa á raunveruleika þætti. ég tala nú ekki um þegar 70% af dagskránni eru raunveruleikaþættir. Eruð þið að fíla þetta, eða eru það bara dagskrárgerðarmennirnir sem ákveða það að við fílum þetta?
this is it.