Fyrsta sjónvarpsefnis-triviaið er komið en ætlum við að sjá hvernig fólk bregst við þessu og skoða möguleikana á að halda þessu áfram út árið 2007. Spurningarnar eru tíu og að þessu sinni gefur ein rétt spurning eitt stig, en við sjáum til hvort vægi spurninganna gildi meira seinna á veginn.

Tímabilið til að skila inn svörum er frá 11. - 31. des.


——-



1. Hvað hét ‘Fonzie’ í Happy Days fullu?

2. Hvern lék Peter Krause í þáttaröðinni Six Feet Under?

3. Hversu margir Friends þættir voru gerðir?

4. Hvaða sjónvarpsþætti hafa Martin Scorsese, Steven Spielberg, Clint Eastwood og Robert Zemeckis allir leikstýrt?

5. Hver verður arftaki kvöldþáttar Jay Lenos?

6. Sacha Baron Cohen hefur nýlega verið að gera garðinn frægan með kvikmyndinni ‘Borat’. Persónan Borat kom þó fyrst fram á sjónvarsvið í þáttunum Ali G Show. Í þeim þættum leikur Cohen þrjár aðal persónur, tvær þeirra eru Ali G og Borat. Hver er sú þriðja?

7. Hver var fyrsti breski sjónvarpsþátturinn til að vinna Golden Globe verðlaun fyrir besta sjónvarpsþátt?

8. Á hvaða sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum eru Lost sýndir?

9. Spurt er um sjónvarpsþátt. Þættirnir lifðu í sjö ár, á sjöunda áratugnum, og státuðu frægum Englendingi í aðalhlutverkinu. Fjórum árum eftir að þættirnir lögðu upp laupana, var Englendingi þessum boðið að leika í kvikmyndaseríu sem lifir enn í dag - En oft er sagt að hann fékk hlutverkið út af þessum þáttum.

10. Úr hvaða þætti er þetta skjáskot


Ath: Sendið svörin á Kleinumömmu
The Anonymous Donor