Ég var að horfa á mjög góða mynd sem ég vil mæla með; “Fuhrers Elite” sem fjallar um unga menn sem eru sendir í liðsforingjaskóla SS og sýnir skepnuskap nasista vel,en gallin er hvað þessi mynd er lélega þýdd. Eitt dæmið er þegar “Gauleiter” er þýtt sem skólastjóri, en ætti að vera héraðsstjóri. Þarna eins og víðar er greinilegt að þýðandinn er ekkert að kynna sér eða horfa á efnið sem hann er að þýða. Dæmi um þetta sá ég t.d. í Sopranos í gær þar sem kynin eru iðulega vitlaus, t.d. kona svarar í karlkyni, og þýðandinn er ekkert að spá í þessu þar sem hann er að þýða beinan texta. Eru ekki gerðar neinar kröfur til þýðenda ?

Sjónvarpið er sérlega lélegt að þessu leiti, en léleg vinnubrögð er víða að sjá þar, t.d. í vinnslu frétt, t.d. þegar í viðali við forsætisráðherra Ísraels var landinu ruglað við Írak ! Og eitt dæmið enn um furðulega þýðingu þar á bæ í kvikmynd(og aftur í Sopranos í gær) er þegar orðið “Jew” er þýtt sem “Júði”, af hverju ? Þessi þýðing er niðrandi eins og að tala um Niggara, en sést það orð lengur ? Þýðing samkvæmt orðabók hlýtur að vera “Gyðingur” en hefði verið rétt ef talað hefði verið um t.d. “Kike” sem er niðrandi orð um gyðinga í amerískri ensku.

Léleg vinnubrögð virðast vera orðinn normið hvar sem litið er í Íslensku samfélagi, kannski er ráðið að fá eldra fólkið aftur í vinnu.