Já já nú er fyrsti þátturinn af Tekinn búinn, Ég horfði á þetta og ég veit eginlega ekki alveg álitt mitt á þessum þætti.
Halla Vilhjálmsdóttir er Tekinn i fyrsta þætti, Semsagt hún á að fara og máta föt fyrir Xfactor auglýsingu og Stílistinn sem er með henni sem er á vegum Þáttarins, lætur hana fá einhver föt og Halla fer í mátunarklefa og mátar, á meðan setur afgreiðslustulkan föt í tösku stílistans, svo segist Stílistinn þurfa að fara hjálpa einhverjum strák annars staðar svo hún fer. Svo er allt gott og Halla fær einhverja boli, Stílistinn hringir í hana og segir henni að hitta hana í 17 og hún bað einnig Höllu um að taka töskuna sína sem hún hefði gleymt, Halla fær boli og ætlar að labba út. Þá þegar hún labbar út um hliðið hringir það. Þá byrja þvílíku umræðurnar milli afgreiðslustúlkurnar og Höllu. Byrjar einhvernveginn með því að afgreiðslustúlkan gerir voða lítið úr þessu og lætur eins og þetta reddist allt en hringir nú samt í öryggisvörðin og lætur hann koma þá byrjar afgreiðslustúlkan að pirra Höllu.
Afgreiðslustúlkan og öryggisvörðurinn verða sammála að hún hafi stolið þessu og þá kemur Auddi “Kutcher” Blö inn og Halla verður voða pirruð,

1 Atriði í öllum þættinum, reyndar 30 mín þáttur með 2 löngum auglýsingarhléum, Veit eiginlega ekki hvort þessi þáttur hafi staðist allavega mínar kröfur.
Sérstaklega hvað var búið að pumpa þetta upp hvað þetta væri skemmtilegur og frábær þáttur,
eins og bara auglýsinginn fyrir þættina mig minnir að hún hafi verið einhvernveginn svona “Þú mátt alls ekki,alls ekki missa af tekinn sem hefst mánudaginn 9 október”.

En allavega þá er allveg hægt að horfa á þessa þætti en ég held að þessi þáttur hafi ekki náð þessum kröfum sem ég var allavega búin að setja fyrir þennann fyrsta þátt miðað við auglýsingarnar fyrir þennann fyrsta þátt. En Það er allavega mín skoðunn á þessum þætti.

En þá væri ég til í að fá að heyra ykkar álit á þessum þætti og fyrir þá sem ekki eru búnir að sjá þáttinn er hægt að sjá hann á veftíví á visir.is
Life is like a dogsled team. If you ain't the lead dog, the scenery never changes