Við Íslendingar erum óttarlega ófrumleg þegar það kemur að sjónvarpsefni. Það er eins og við Íslendingar getum ekki fattað upp á neinu.

Idol Stjörnuleit: Þetta svokallaða “dásamlega” sjónvarpsefni Idol er reyndar um allan heim örugglega en samt óttarlega ófrumlegt, þetta fólk sem tekur þátt í þessu mun bara eiga þessa “15 mínútna” frægð í þessum þáttum, slá eiginlega ekkert í gegn, eina manneskjan sem hefur gert eitthvað að “viti” í Idol-inu um allan heim, það er Kelly Clarkson. Hún er eina manneskjan sem hefur verið að gera eitthvað þarna.

Bachelorinn: Ókey það er bara sorglegt… svona virkilega kjánaleg eftir herma af “The Bachelor” sem er bara reyndar líka fáránlega kjánalegur þáttur. Þar sem að einn gaur er að slefa upp í 14 konur (or sum, horfi aldrei á þetta rugl) eins og það sé eðlilegur hlutur. Þetta er bara kjánalegur og hallærislegur þáttur sem má alveg sleppa að mínu mati.

Það Var Lagið: Ó nei, “Það Var Lagið” er ekki íslenskt það skal ég nú segja ykkur, ég veit ekki upprunan af þessu en mér dettur í hug Danmörk, vegna þess að ég var að horfa á sjónvarpsrásina DR 1 einu sinni og sá þennan þátt þar, nákvæmlega sama “stöffið” nema auðvitað sjónvarpssettið, en því miður man ég ekki hvað þátturinn hét.

Einn, Tveir og ELDA: Gamall þáttur sem Siggi Hall var einu sinni með, hætt að sýna hann, en þessi þáttur er alveg óttarlega líkur “Celebrity Cooking Showdown” en held samt að sú er ekki eftirmyndin, mig minnir að þessi hugmynd er gömul, að fá einhverja fræga til þess að elda fyrir framan áhorfendur og svo er einn sigurvegari, er samt ekki alveg viss.

Tekinn: Þessi þáttur er ekkert nema plain knock-off af Punk'd með Ashton Kutcher, þar sem fræga fólkið er tekið í gegn. Auðunn Blöndal a.k.a. Auddi Blö er með þessa þætti. Mér finnst þetta eiginlega bara hálf kjánalegt, þar sem að það eru ekkert rosalega margir frægir Íslendingar sem maður veit um, t.d. er ég búin að sjá í mööööörgum raunveruleikaþáttum eins og Það Var Lagið, eitthvað frægt fólk sem ég vissi ekki að væri einu sinni til. Ég giska að þessi þáttur verði ekki langlífur vegna þess að ég held að það séu ekki nógu margir frægir hérna á landi, mín ágiskun er sú að það verði bara ein þáttaröð, nema auðvitað að framleiðendurnir gerast svo sorglegir að “Taka” sama fræga fólkið aftur.

X-Factor: Nýr þáttur sem er að fara að byrja, ástæðan fyrir þessum þætti er örugglega út af Idol-inu, vegna þess að það er dautt. En munurinn á þessu og Idol er að það geta farið sönghópar, það finnst mér reyndar kostur. En já þessi íslenska útgáfa af X-Factor er knock-off af bresku útgáfunni sem heitir nákvæmlega það sama. En Einar Bárðason og Páll Óskar eru dómarar ásamt einni konu sem ég man ekki nafnið núna í augnarblikinu, ég segi nú bara að ég sé fegin að þau fengu ekki Bubba! En dómararnir í bresku útgáfunni eru Simon Cowell, Sharon Osbourne og Louis Walsh.

Frægir í formi: Það er nýr þáttur sem er að fara að byrja á Skjá Einum, þetta er byggt á ástralska þættinum “Celebrity Overhaul”, þar sem feitt frægt fólk er sett í megrun! Mér finnst þetta vera ekkert nema tilgangslausir þættir að niðurlæga fólk svona, Samt finnst mér þetta toppa ekki “The Biggest Loser” (sem betur fer er ekki ennþá búið að gera eftirhermu af því) en býst alveg við því að þessi þáttur mun ekki ná miklum vinsældum.

Þar sem við íslendingar erum svo ófrumlegir í raunveruleikaþáttum, hvað ætli komi næst? Survivor: Vestmannaeyjar? Melludólgaðu Upp Bílinn Minn? Homma Auga Fyrir Gagnkynhneigða Gaurinn? Næsta Ofurfyrirsæta Dalvíkur? Hnefaleikakeppniraunveruleikaþáttaþátttakandinn? (þakka Fuckface fyrir þessa þýðingu :P)

Ég ætla bara rétt að vona að við íslendingar munum ekki vera svona í framtíðinni, ætla rétt að vona að okkur detti eitthvað í hug, ekki bara treysta á það sem aðrir gera!

kv.
Zimpo

(afsaka stafsetningarvillur ef það eru einhverjar)