Það eru slatti af seríum sem eru að verða búnar, og svo slatti af nýjum seríum.
Lokaþátturinn af Lost var í gær, lokaþáttur Desperate Houswives verður á fimmtudaginn, lokaþáttur Grey's Anatomy á næsta mánudegi og lokaþáttur Prison Break var fyrir stuttu. Lokaþáttur 24 verður næsta sunnudag. Serían með Stelpunum er búin. Leiðilegt þegar allar þessar seríur verða búnar ! :( Þá er minna skemmtilegt á dagskrá og maður þarf að bíða eftir nýjum seríum. En þá getur maður kanski kíkt á nýju þáttaraðirnar.
NCIS byrjar aftur í kvöld (11.júlí), líka The Apprentice. Footballers Wives byrjaði aftur seinasta fimmtudag. Það er ekki langt síðan What Not To Wear byrjaði aftur. Related eru líka nýjir þættir. Það er líka verið að endursýna Svínasúpuna. Jamie Oliver kemur svo aftur á skjáinn á fimmtudaginn.
Annars held ég að ég eigi bara eftir að horfa á Footballers Wives og kanski NCIS af þessum nýju seríum , er ekkert spennt fyrir hinu :/
En takk fyrir mig og afsakið alla punktana :)