Sjónvarpsauglýsingar

Ég hef alltaf verið á móti Rúv en alltaf verið hrifinn af stöð 2. Foreldrar mínir kaupa næstum því allt sem 365 hefur uppá að bjóða. Þau eru að vísu ekki með stóra pakkann á Digitalinu en þau eru með stöð 2 ,(+), stöð 2 bíó, sýn, NFS og fleyra. Við erum að borga verulega mikinn pening í þetta.
Við erum að borga fyrir að horfa á sjónvarpsþætti og bíómyndir og ég sætti mig allveg við að það séu auglýsingar á milli þætta og bíómynda. Einhvernvegin verða fyritæking að auglýsa sig. En að hafa auglýsingahlé í miðjum þætti er skandall! Ég horfi á 24 og í þessum þætti eru 2 auglýsingahlé! Við erum ekki að borga fyrir auglýsingar. Þetta er mikill peningur og þáttur (eins og 24) er í pörtum!

Við erum ekki að borga fyrir það og við eigum ekki að sætta okkur við þetta.
Ég skil allveg auglýsingahlé í þáttum sem eru í beinni útsendingu en að hafa 2 hlé í 40 mínútna þætti er útí hött!

Ég skora á alla sem eru sammála mér að hringja í 365 og kvarta!

Ég veit að margir eru jafn pirraðir en öðrum er slétt sama.

Símanúmerið er:
Sími: 515-6000 / 550-5000 | Þjónustuver s: 515-6100