Allir Gleyma í Raymond! Ég veit að það er nokkur áhætta að senda þetta inn í Sjónvarpsefni sem grein þar sem þessu verður sparkað út fyrir hvaða nýju grein í undirflokkunum sem er, en what the f#%&!

Ég er einn af þeim sem teljast til nátthrafna og er því þakklátur framlagi SkjásEins til okkar. Fyrir nokkru byrjuðu þeir að endursýna Everybody Loves Raymond aftur og tók ég þá eftir því að sumt hefur alltaf verið eins og annað hefur breyst eftirminnilega.
Það sem ég tók eftir að hefur haldist í gegnum árin er að þættirnir snúast alltaf um eitt efni þó að nú séu þeir mun fljótari að koma sér að efninu. Einnig að Raymond tekur tækifæri til kynlífs alltaf jafn hátíðlega. Og síðan eru það föstu liðirnir sem allir kannast við: Þegar Robert slær mat eða einhverju öðru í hökuna til að merkja að hann hafi lokið sér af með það, og svo hinn frægi frasi sem Frank fer alltaf með: “Holy crap”. Allt er þetta snilld.
Svo er það sem ég tók eftir að hefur breyst (fyrir utan hárgeiðslu Debru). Í fyrsta lagi er það hús foreldranna en því sviði var skipt út eftir pilotinn. En merkilegast þótti mér breytingin á tvíburunum. Leikurunum var skipt út fyrir litlu bræður Madilyn Sweeten (Ally litla dóttir þeirra) sem þætti kannski ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að hún átti bræður sem voru tvíburar og miklu myndarlegri en þeir sem voru notaðir upprunalega, mér ber að spyrja af hverju framleiðendunum datt þetta ekki fyrr í hug. Að lokum vil ég benda á ein mistök sem hafa að einhverjum ástæðum orðið, nöfnunum á tvíburunum voru breytt úr Gregory og Matthew í Geoffrey og Michael, ég get bara spurt af hverju? Kannski einhver hafi hellt kaffi á upprunalega handritið, hver veit?