Ally McBeal

Ally McBeal er núna í sinni 4 seríu og held ég að sú fimmta sé kominn í Bandaríkjunum (veit ekki alveg, leiðréttið mig). En mér finnst þessi þættir svo góðir að það ætti að vera áhugamál um það en það er ekki. Það er meira áhorf á þessa þætti en t.d. South Park (með fullri virðingu fyrir þeim). Eins og flestir “sjónvarpsþrælar” vita þá fjallar þetta um lögfræðiskriftstofu í Boston þar sem allir lögfræðingarnir eru dálítið crazy. Persónur í þessum þáttum eru:

Ally McBeal: Aðalperónan í þáttunum. Það fjallar allt um líf hennar en hún er sjaldan í dómsalnum að lögfræðingast.
Richard Fish: Sá sem stofnaði firmað með John Cage sem þau vinna á. Hugsar bara um peninga og konur. Móðgar fólk stundum eins og það sé ekkert að.
John Cage: Skrítnastur af öllum. Getur ekki sagt vond orð, byrjar þá að stama. Langbesti lögfræðingurinn af öllum.
Nelle: Langsætust, ofurfeminin og góður lögfræðingur.
Ling/Linnggg: Leikin af Lucy Liu (Charlies Angel, Shanghai Noon). Henni finnst gaman að niðurlægja karlmenn. Hún var mun skemmtilegri áður en hún varð lögfræðingur, því þá var hún alltaf að kæra alla.
Billy: Hann var einu sinni í þáttunum en er nú dáinn. Mikill missir, skil ekki afhverju, hann var frábær. Algjör karlremba!
Georgia: Ritari sem elskar slúður og að vera í sviðsljósinu.

Síðan eru fleirri persónur og aukapersónur sem koma oft í þættina. T.d. núna er Anne Heche.
Þessir þættir eru kannski ekki inní veruleikanum því ég held ekki að lögfræðingar geti einbeitt sér svona mikið að einkalífinu en lítið að vinnunni. Þessir þættir eru númer fjögur í skemmtilegasta leikna sjónvarpsefninu mínu. Fyrir þá sem vilja vita hvernig listinn er þá er hann svona:
1. Friends
2. Simpsons
3. Futurama
4. Ally McBeal

PS: Það þarf að vera sjónvarpsefnis korkur.
<B>Azure The Fat Monkey</B>