Það hlaut að koma að því… Síðasti Mogo Mogo meðlimurinn rekinn á síðasta þingi.

Mér fannst flott hvernig Shi Ann skildi við liðið, “afhjúpaði” Amber og lét skoðanir sínar í ljós á allt og öllum. Hún hafði hvort eð er engu að tapa, hún vissi að þau myndi reka hana í burtu.
Big Tom vann friðhelgi í fyrsta skipti og naut þess í botn og sýndi það þegar hann tók nokkur dansspor fyrir myndavélina. Jenna varð alveg óð þegar Rupert vogaði sér að borða fisk sem hann veiddi, eins og það kæmi henni eitthvað við. Hún gat bara farið og borðað þessar elskulegu rætur sínar.

Mig langar aðeins að tala um verðlaunakeppnina. Sonur Big Tom fékk að vera með í einn sólahring og Tom fékk að velja fjölskyldumeðlim einhvers hinna til að koma líka… og surprise, surprise… auðitað fékk bróðir B. Rob að koma. Þetta fólk er sífellt að keppast við að sleikja hann upp.
Þegar svona aðstæður skapast (einnig í síðasta þætti þegar Rupert átti að skammta mat í liðið) er lang best að velja úr handahófi (ugla sat á kvisti) eða vera voðalega sanngjarn og velja þann sem komst næst því að vinna (þannig var reyndar staðan í gær en mér heyrðist reyndar Tom ekkert vera að pæla í því).
Ég held að þetta sé langbest því það hlýtur að vera óþægilegt að gera upp á milli fólksins alveg bara beint framan í þau. Svo kemur maður líka bara út sem “góði gæjinn” hjá öllum.

En áfram Stóri Tom!