Þessi grein verður ekki löng.
Mig langar bara að vekja umræðu á því sem kallað er “Raunveruleikasjónvarp” Survivor, Fear Factor, Paradise Hotel, Extrime Makeover og hvað allir þessir þættir heita. Hafa notið gífurlegra vinsælda og ég hef marga heyrt tala um að “loksins Séu komnir þættir sem ekki eru sápuóperur eða ömulegir samdir grínþættir !”

En það sem ég vil vita er: Hvar er raunveruleikinn ?

Survivor: Fólki safnað saman til þess að lifa af í mannauðum óbyggðunum (fyrir utan það að þarna eru vel mettaðir myndatökumenn út um allt) til þess eins að vinna eina milljón dollara.

Fear Factor: Fólk keppir um að framkvæma þrautir sem eiga sér ALLS engann raunveruleika, svo sem að skipta niður hvítum og svörtum rottum með munninum eða borða kúa heila.

Extreme Makeover: Fólk valið til þess að fá ÓKEYPIS lítaaðgerð til þess að verða flottari. Mér finnst þessi þáttur líka vera að sýna fólki hvernig það þarf að vera til að vera ánægt og ég efast ekki um að lýtalækningar hafi aukist eftir að þættirnir fóru í loftið fyrir vestan.

Paradis Hotlel: ég haf nú ekki séð mikið af þessum þætti. En mér sýndist þetta bara fjalla um fallegt fólk sem sett er saman inn á hótel þar sem allir reynast vera druslur og sofa hjá öllum og gráta yfir því þar til að stjórnendur þáttarins koma öllum á óvart með leynigesti eða einhverju álíka og þá gráta allir meira.

Þetta tel ég ekki vera neitt meiri raunveruleika en þætti sem eru leiknir eftir handriti. Ef mér skjátlast, og einhver ykkar lendir í slíkum aðstæðum án þess að 30 myndavélar svífi í kringum ykkur til að taka upp allt sem þið gerið, þá er þetta hérna símanúmerið mitt 868-5361 og þið getið hringt til að inheimta 5000 kr vinning.

kveðja
MesserSchmitt
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”