Undanfarið hefur Stöð 2 verið að sýna nýjustu þættina í seríu tvö af þættinum The Shield. Ég hafði persónulega enga trú á þeim fyrr en ég sá Golden Globe fyrir ári og ákvað þá að kíkja kannski á einn þátt. Síðan hafa þessir þættir reynst vera eitt best heppnaða sjónvarpsefni á skjánum í dag, og einu þættirnir sem ég horfi á reglulega, með Monk og 24.

Micheal Chiklis leikur lögguna Vic Mackey sem er ekkert alltaf endilega á þeirri skoðun að besta leiðin til að upplýsa mál sé að fara veg laganna. Í þættinum er fjallað um s.s. spilltar löggur sem halda utan um dópsölu á svæðinu sínu (e. district) og fá sjálfir hluta af ágóðanum. Þættirnir eru mjög vel skrifaðir og fjalla á raunsæjan hátt um atburði sem gætu verið að eiga sér stað í lögreglu nútímans, maður er alltaf að heyra sögur af spilltum löggum úti í Bandaríkjunum. Sakamálin sem lögreglumennirnir taka fyrir eru mjög vel útpæld og svo er fléttan líka stórskemmtileg og fyrir þá sem hafa verið að horfa vita hvað ég er að tala um.

Þættirnir eru stórgóðir og hvet ég alla sem ekki þekkja til þeirra að líta á Stöð 2 og fara e.t.v. á netið til að tryggja sér einnig fyrst seríuna, algjörlega þess virði.

Þó má benda á að ýmis atriði eru kannski ekki við hæfi hinna viðkvæmustu, gott dæmi er þegar ákveðinn dópsali var brenndur á eldavélarhellu og er það örugglega og var það vægast sagt hrottalegt atriði, en samt eitthvað nýtt og gaman að sjá framleiðendur sem þora að meðhöndla þess slags hörku.

Ég hvet eindregið alla til að stilla inn á stöð 2 á þriðjudögum kl. 22.20 og fá vikulegan skammt af góðu sjónvarpsefni.