Einhver vinsælasti þáttur íslensks sjónvarps var á sínum stað kvöldið 31.des.Settist ég niður ásamt fjölskyldunni og landsmönnum öllum og horfði á skaupið.Hafði ég ekki mikla trú á leikstjóranum Ágústi Guðmundssyni sem fékk að spreyta sig í þetta skipti því hin tvö skaup á undan voru bara snilld.

Skaupið í ár einkenndist af pólitík og ófrumleika.Samt voru nokkur atriði sem stóðu uppúr sérstaklega þau með Ingibjörgu Sólrúnu,t.d. lítla stúlkan með yfirlýsingarnar ,forsætisráðherraefnið og baráttan um borgarstjórastólinn.Hannes Hólmsteinn kom líka sterkur inn þegar hann var í þjóðarbókhlöðunni að stela ritum Halldórs Laxness.Eitt fannst mér gott í ár en það var hvað leikararnir voru ótrúlega líkir þeim sem þeir voru að leika.Þekki ég ekki nöfn allra leikarana en þeir sem léku Þórólf Árnason,Jón Ásgeir,Harald Jóhannesen og Sigmar B. Hauksson fannst mér skara framúr í að líkjast hlutverkum sínum.Að ógleymdri Ingibjörgu.

Lögin í skaupinu voru með eindæmum ófrumleg s.s Open your heart,Grease og þannig.Ekki frumleg lög með enn ófrumlegri texta.

Fannst mér skaupið ekkert sérstakt en það voru nokkur atriði sem héldu því uppi og því er lokastaðan 2 og 1/2 stjarna af 5 mögulegum.