Sælir hugara!
Ég vil benda á það að þetta er einungis mín skoðun!

Í Fréttablaðinu í dag þá var verið að fjalla um Spaugstofun sem var á laugardaginn.

Spaugstofan mætti svo til leiks eftir ferskan Gísla Martein og um þá er aðeins hægt að hafa tvö orð: Aldrei betri. Sjálfur hefði ég breytt upphafs leikmynd þáttarins í nafni endurnýjunar þar sem hún er stirð og hefur gert sig. Hins vegar voru Kárahnúkja atriðin þeirra Spaugstofumanna á heimsmælikvarða og opinberun Hannesar Hólmsteini á landsmælikvarða og rúmlega það.
Gaman að sjá hvernig húmor Spaugstofunnar eykst ferkar (innskot: Minnkar meintiru) frekar en hitt með gráu hárunum og sannar það eitt að skopskyn eldest ekki af mönnum. Sem betur fer. Miðað við frammistöðu þeirra á laugardaginn er full ástæða til aðhlakka til framhaldsins. Idol- stjörnuleit kemst ekki með tærnar þar sem Spaugstofan hefur hælana! (Algerlega ásammála)

Finnst ykkur það sama? Ég verð að segja að mér finnst þeir orðnir ömurlegir. Þeir voru góðir en…
Ég horfði á þáttinn með vinkonu minni og það eina sem okkur fannst “fyndið” var þegar þeir sungu um hvar væru kaupin þeirra.

Hef ekki meira að segja
-AnnaPotter (sem er í von um betri Spaugstofu)
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*