Ég veit að það er ekki mikið talað um þætti á RÚV hérna en ég verð að tjá mig aðeins um þetta val á sjónvarpsmanni ársins. Eins og margir vita þá var verðlauna afhending Eddunar haldin á Hótel Nordica og hún var sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og var meðal annars valinn sjónvarpsmaður ársins.
Fyrir ári var Sverrir Sverrisson betur þekktur sem Sveppi á Popptíví valinn sjónvarpsmaður ársins og átti hann það fyllilega skilið enda frábær í 70 mínútum á Popptíví með Auðunni Blöndal sem er betur þekktur sem Auddi Blö. En núna ári seinna var aftur kosið um sjónvarpsmann ársins og fékk Gísli Marteinn Baldursson, þáttastjórnandi í þættinum Laugardagskvöld með Gísla Marteini, flest stig í netkosningum.
Ég hef reyndar séð tvo eða þrjá þætti með honum og mér finnst hann drepleiðinlegur með fullri virðingu fyrir honum. En ég ákvað að sjá svo næsta þátt með honum Gísla Marteini og hann gerði sig að algjöru fífli fyrir framan myndavélina.
Þráinn Bertelsson kom til hans í þáttinn sem gestur og var að tala um hvað hann hefði átt erfiða æsku og meðal annars íhugað að fremja sjálfsmorði á einu tímabili. Og á meðan brosti Gísli Marteinn eins og hálfviti á meðan Þráinn var að tala um grafalvarlega hluti. Síðan sagði Þráinn frá því að mamma hans hafi sitið á Kleppi og átti mjög erfitt og þá hló Gísli Marteinn af þessu og hélt að þetta ætti að vera fyndið þegar Þráinn hafði lokið máli sínu.
Síðan í lokin endaði hann á því að segja: “ Ég þakka Þráinni Bertelssyni fyrir að koma í þáttinn og segja frá sinni SKRÝTNU æsku” og eftir það hló hann og brosti bara af þessu.
Mér finnst þetta vera mjög lélegt hjá sjónvarpsmanni ársins.
Kveðja gunrun.