The Amazing Race er raunveruleika þáttur í hæsta gæðaflokki sem fjallar um 12 lið sem eru send af stað frá Bandaríkjunum í ferðalag kringum hnöttinn og þeir sem vinna fá eina milljón dali í verðlaun (sem er ágæt summa fyrir skemmtilegt en stressandi ferðalag). Í þessu ferðalagi eru 13 áfangar (pit stops) og á hverjum áfanga er síðasta liðið sem kemur í mark rekið úr keppninni. Á milli áfanga þurfa liðin að glíma við ýmsar þrautir og hættur sem eru partur af kapphlaupinu. Oft gerist það líka að lið byrja að vinna saman gegn öðrum liðum og eru fullt af skemmtilegum og óvæntum fléttum í þessu. Í hverju liði eru síðan tveir einstaklingar sem tengjast á hvern sinn hátt t.d. feðgar, par, hjón, vinir o.s.frv. Það má líka koma því á framfæri að þessi þáttur vann Emmy-verðlaun í flokki bestu raunveruleikaþátta á nýafstaðinni hátíð þar Ameracan Idol og Survivor voru einnig tilnefndir. The Amazing Race er sýnt á þriðjudagskvöldum kl. 20.00 og mæli ég með honum fyrir alla sem hafa gaman af raunveruleika/spennuþáttum.