Ég var að lesa fréttablaðið og ég sá að það er verið að prófa að talsetja erlent efni! Til hvers? við komumst ágætlega af an þess. Af hverju þarf alltaf allt á Íslandi að vera eins og í útlöndum? Það verður sýndur malcom in the middle þáttur í kvöld sem er talsettur og ég er bara ekkert að fíla það! Röddin í Dewey er t.d. svo frábær og hvernig hann talar. Auk þess sem að það er ekki hægt að þýða fullkomlega brandarana. þeir eru stundum ekki jafn fyndnir á íslensku. Tvíhöfði lýsir þessu vel: have you ever seen a cow chasing a boot? þetta er fyndið á íslensku því að það er ekkitil kú að reka stígvél en það er til kúrekastígvél! Þetta er bara útí hött og ég vona að þetta gangi ekki lengra en bara að prófa!