Oz - besti þáttur í heimi Þótt að þessi þáttur sé ekki einn af þáttunum í Sjónvarpsefni á Huga verð ég að koma honum á framfæri því að mínu mati er þetta besti þátturinn á dagskrá í íslensku sjónvarpi í dag. Þátturinn gerist í fangelsinu Oz, sem heitir reyndar fullu nafni Oswald Maximum Penitentiary, og er heldur betur strangt og erfitt að lifa í því. Það eru allskyns klíkur í Oz, eins og t.d. múslimarnir, aríarnir, írska klíkan, blökkumennirnir, Spánverjarnir, hommarnir, mótmælendurnir o.s.frv. sem berjast innbyrðist um dópflutning inn í fangelsið og allt mögulegt annað.
Síðan eru það líka verðirnir sem eru engin lömb að leika sér við því sumir hverjir eru spilltir og aðrir beita miklu ofbeldi og þar allt á milli. Í fangelsinu eru líka einangrunarklefar þar sem menn eru alltaf að fara inn og útúr fyrir allskyns brot inní fangelsinu. Þarna er líka dauðadeild, deild fyrir fyrrverandi löggur sem hafa brotið af sér, því ef þeir stigu fæti inn í aðal fangaálmuna yrðu þeir drepnir strax, spítali, og margt fleira. Þátuurinn sýnir ekki aðeins frá lífi fanganna heldur líka frá lífi starfmanna fangelsins sem eiga það stundum erfitt.
Þátturinn er sýndur kl 21:35 á fimmtudögum og er sería fjögur að enda núna, en eftir henni byrjar vonandi fimmta serían strax því það er búið að gera samtals sex seríur út í bandaríkjunum.