American Idol Uppáhalds þátturinn minn á eftir Friends er eflaust American Idol!
Það er algjör snilld. Sjálf hélt ég með Clay Aiken en varð samt ekkert fúl þegar Ruben vann, hann syngur ótrúlega vel.
En hér er ikkað smá um Clay og Ruben:

Ruben Studdard er 25 ára og kemur frá Birmingham, Alabama. Hann var aðeins 3 ára þegar hann byrjaði
fyrst að syngja. Uppáhalds lagið hans er For all we know með Donnie Hathaway sem er líka uppáhaldssöngvarinn hans.
Fyrstu tónleikarnir sem að hann fór á voru með New Edition.
Ruben hefur aðra hæfileika líka, svosem eins og að spila fótbolta. HAnn spilaði fótbolta allan menntaskólann.
Tónlistin sem hann fílar er Gospel, R&B og djass.
Honum fannst Randy besti dómarinn því hann segir sannleikann án þess að vera dónalegur.
En hinsvegar finnst honum Simon versti og þegar hann var spurður af hverju var svarið: Just because…


Clay Aiken er 24 ára og kemur frá Raleigh, NC.
Hann hefur verið syngjandi síðan hann var bara pínulítill og mamma hans segir að hann hafi fyrst byrjað að syngja
þegar hann var 18 mánaða. Uppáhalds lagið hans að syngja er “Unchained Melody”.
Hans American Idol er mamma hans. Hann segir að hann hafi aldrei hitt eins sterka manneskju áður.
Tónlist sem að hann fílar eru lög með sterkum melódíum þar sem að söngvarinn þarf að hafa fyrir því að syngja.
Svo fílar hann líka djass, rólegt R&B og pop/kántrý ballöður.
Randy er uppáhalds dómarinn hans eins og Rubens, af því að hann er trúverðugastur.
En þegar hann var spurður um versta dómarann svaraði hann: Ég er ekki nógu heimskur til að svara þessari spurningu ;)


En núna bíða bara allir spenntir eftir íslenska Idolinu, en fyrsti þátturinn
verður sendur í loftið 19.september, mig hlakkar ekkert smá til.
Síðasti skráningardagur var 15.ágúst. Það höfðu alls 1280 keppendur skráð sig sem er met! miðað við höfuðtölu
Í Bandaríkjunum skráðu sig 70.000 en til að bæta ákafa Íslendinga hefðu um 1 milljón manns þurft að skrá sig.