hæ hæ mér finnst 70 mínútur fínn þáttur ég reyni oftas að horfa á hann. En mér finnst dálítið leiðinlegt að Simmi sé að hætta. En það verður fínt að fá nýtt andlit á skjáinn í vetur.
Ég kíkti inn á popptíví.is og fann smá upplýsingar um þá gæjana.

Sverrir Þór Sverrirsson. (Sveppi)

Flestir spá hvernig nafnið Sveppi festist við hann en sagan bak við það er þegar hann var fjögur ára þá nennti eldri bróðir og vinir hans ekki að leika við Sveppa þannig mamma vinar bróður hans var alltaf með honum gaf honum súkkulaði og byrjaði þá að kalla hann Sveppa svo hefur þetta nafn fest bara við hann!!.
Það var Sveppi sem fann uppá Skófludansinum og póstberarann og hann á flottan heiður á því. (meira að segja þegar við skoruðum mörk í vetur þegar við vorum að keppa tókum við skófludansinn)
Hann byrjaði sem aðstoðamaður í falinimyndavél og var með Sveppahorn sem hann gerði ýmsa ruglaða hluti í því.
Sveppi er góður grínari og eru krullurnar eitt af því sem ég dýrka í sambandi við hann;)

Smá upplýsingar í viðbót:
Fæddur: 5. Ágúst 1977
Hæð: 170cm
Skóstærð: 41 og hálft
Uppáhaldsmatur: Humar
Uppáhaldsdrykkur: Pepsi!!!…Hvað annað?
Besta mynd: Fight Club og Shining
Uppáhaldsleikari: Jack Nicholsson
Uppáhaldsleikkona: Kathy Bates
Mesti töffarinn: Rolling Stones
Skemmtistaður: 101 Reykjavík
Enski boltinn: Chelsea
Ítalski boltinn: Blablablabla….
Formúlan: Horfi ekki á bíla
Besta bókin: Ævisaga Keith Richards


Auðunn Blöndal (Auddi)

Auddi mér fannst ekki gaman þegar Jói hætti störfum en sem betur fór tók loðni gikkurinn við. Flestir muna eftir Ógeðsdrykknum en Auddi náðu mjög sjaldan að klára hann meðan Sveppi er margfaldur íslandsmeistari í að drekka ógeðið sem þeim datt í hug að blanda.
Auddi hefur sláð mörg íslandsmet og hann er frekar með mikið skap eins og þegar vinnustaðar hrekknum kemaur við.

Hann er fæddur og uppalin á Sauðakróki.
Hann Auddi tók þátt í fyndnasti maður íslands 2001 og lent þá í öðru sæti, þannig að hann hefur fínan húmor eins og flestir vita;)

Meiri upplýsingar:
Fæddur: 8. Júlí 1980
Hæð: 179cm
Þyngd: 77kg
Skóstærð: 42
Uppáhaldsmatur: Fylltur kjúklingur “a la mamma ”
Uppáhaldsdrykkur: Pepsi…of course
Besta mynd: Fight Club / Shawshank Redemption / Dumb and Dumber
Uppáhaldsleikari: Denzel Washington / Brad Pitt
Uppáhaldsleikkona: Helga Braga
Mesti töffarinn: Steven Seagal
Skemmtistaður: Hótel Mælifell, Sauðárkróki
Enski boltinn: Manchester United
Ítalski boltinn: Parma
Formúlan: Williams
Besta bókin: Gauragangur


Sigmar Vilhjálmsson. (Simmi)

Simmi er elstur þeirra þriggja hann var alinn upp á Egilsstöðum.
Simmi hefur verið í landsliði íslands í spjótkasti og var eitt sinn efnilegasti spjótkastari landsins.
Simmi var mikill íþróttamaður og einn af fáum íslendingum sem komist hafa í sænskt landslið, en Simmi komst í landslið Svía í handbolta, 16 ára og yngri, árið 1992-93.
Mér finnst Simmi frekar montinn ef hann vinnur eitthvað en það er bara fynið líka ef hann tapar.
En þegar hann hættir þá eigum við öll eftir að sakna hans:´(

Fleiri Upplýsingar:
Fæddur: 3. Janúar 1977
Hæð: 189.5 cm
Þyngd: 105 kg
Skó stærð: 45
Uppáhaldsmatur: Kvöldmatur
Uppáhalds drykkur: Kaffi
Besta mynd: Ferminga myndin
Uppáhalds leikari: AlPacino
Uppáhalds leikkona: Nicole Kidman
Uppáhalds tónlist: Alæta
Mesti töffarinn: Pabbi
Skemmtistaður: Ölver!
Enski boltinn: Liverpool, en ekki hvað?
Ítalski boltinn: Napoli
Formúlan: McLaren
Besta bókin: Pabba bókinn