Fyrir nokkru kom ég út úr skápnum sem harður aðdáandi
Leiðarljóss. Í kjölfarið uppljóstruðu margir einnig að þeir
horfðu á sápuóperur. Það er eitt sem ég skil ekki í sambandi
við sápuóperur og unglinga;Hvað er svona skammarlegt við
að horfa á þetta? Það er nefnilega ekkkert að skammast sín
fyrir,það var ég að uppgötva. Af hverju hefur fólk sem hefur
aldrei horft á Leiðarljós svona mikið á móti því? Þessi þáttur
er mjög spennandi! Ég meina,það er mikil aksjón(nema
þessa dagana..allir jólaþættir í öllum seríum eru
óspennandi). Svo ég held að ef þessir mótmælaseggir,sem
segja þáttinn ömurlegan vegna aldurs og ófríðs fólks í
honum,halda sér saman komi margir aðdáendur út úr
skápnum! Stöndum saman fólk sem horfum á
Leiðarljós,látum raddir okkar heyrast! Kæfum raddir þeirra
sem segja:„Leiðarljós er ömurlegur þáttur,ég þarf ekki að
horfa á þetta..ég sé það bara!"

Takk fyrir og já
þetta er frumraun mín í að skrifa grein fyrir utan eitthvað rugl
svo ég er ekki æfður pistlahöfundur!