Viltu vinna milljón? VILTU VINNA MILLJÓN? er spurningaleikur sem er sýndur á stöð 2 á sunnudögum klukkan 19:30.
Hérna er smá um leikinn:


Þorsteinn J. Vilhjálmsson er umsjónarmaður VILTU VINNA MILLJÓN? Hann mun halda þátttakendum, sem öllum áhorfendum, við efnið í þessum spennuþrungna spurningaþætti.

Til að gefa öllum tækifæri á að taka þátt í VILTU VINNA MILLJÓN? hefur verið opnað sérstakt símanúmer, 907 21 21, sem fólk getur hringt í og svarað einni einfaldri spurningu. Hver spurning hefur fjóra svarmöguleika ? einn af þeim er réttur.


Af þeim sem svara símaspurningunni rétt velur tölva af handahófi 60 manns. Lögð verður aukaspurning fyrir þetta fólk og þeir sex aðilar sem næstir eru réttu svari fá tækifæri til að spreyta sig í þættinum VILTU VINNA MILLJÓN?

Því oftar sem fólk hringir inn og svarar spurningunni rétt því meiri líkur eru á að það fái að spreyta sig í þættinum.

Þegar í þáttinn er komið keppir þetta fólk sín á milli um að komast í “hásætið”. Nú hefst spennandi keppni um að komast upp spurningatréð. Á leiðinni þarf keppandinn að svara 15 spurningum rétt til að fá eina milljón króna. Með hverju réttu svari hækkar upphæðin sem keppandinn vinnur sér inn og hann má hætta leiknum hvenær sem er, og halda þeirri upphæð sem hann hefur þegar unnið sér inn.

Þátttakandinn hefur þrjá kosti sér til hjálpar til að vinna milljón:

Kostur 1. Hringja í vini og vandamenn:


Þátttakandi fær að hringja eitt símtal hvert sem er í heiminum og getur fengið aðstoð frá vini eða ættingja sem hefur 30 sek til að gefa rétt svar.

Kostur 2. Spyrja áhorfendur:


Þátttakandi fær að spyrja áhorfendur (áhorfendur greiða atkvæði um rétt svar á sérstökum tölvuborðum).


Kostur 3. 50/50:

Þátttakandi fær að taka út tvö röng svör þannig að eftir stendur rétta svarið ásamt einu röngu.

Við spurningu 5 og 10 er svokölluð “örugg upphæð”.

Dæmi: Við spurningu 9 hefur þátttakandinn þegar unnið sér inn 250.000 kr. Ef hann svarar spurningu 10 rétt kemst hann upp í 400.000 kr. ef hann svarar vitlaust, þá fellur hann niður spurningatréð og fær þá 50.000 kr. Það var sú örugga upphæð sem hann vann sér inn með spurningu númer 5.

Þorsteinn J. hefur leyfi til að sýna þátttakanda næstu spurningu áður en þátttakandi tekur ákvörðum um hvort hann vilji halda áfram.
Ef þú hefur einhverja spurningu, sendi honum þá tölvupóst á viltuvinnamilljon@stod2.is

Kveðja kristinn18