Ég veit að þessi grein kemur kannski heldur seint en ég vil bara segja hvað mérþykir asnalegt að Stöð 2 séu komnir með þetta nýja fyrirkomulag:Gamnanztöð, Spennuztöð, Stelpuztöð o.s.frv.Ég meina, hver nennir að koma heim til sín og hafa ekkert nema spennu allan daginn.Maður vill kannski hafa þetta svolítið fjölbreytt.Ekki nenni ég að horfa á spennuþætti bara í 3 klst. og þurfa svo að bíða í viku eftir því að geta aftur horft á einhvað svona.Mér finnst að þeir eigi bara að hafa þetta eins og þetta var, kemur kannski einhvað Dawson's Creek(sem sökkar að mínu mati) og svo getur maður horft á Oz á eftir því.Mér finnst það bara miklu þægilegra.Þannig að endilega segið mér hvað ykkur finnst.
Svo eru alveg kostir við þessa stöð sko en mér finnst þetta vera heldur stór galli.
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.