Umræða hefur verið um Skjá Einn áhugamál. Mjög fín tillaga finnst mér! En svo sendi einhver inn póst um hvort það væri ekki kominn tími á 70' show áhugamál. En manneskjan var rökkuð niður!

- Af hverju?
Af því að 70's show getur ekki staðið uppi áhugamáli.
Svo sagði einhver…Hvað á að tala um þar? : Sástu þáttinn í gær? Var hann ekki góður? og eitthvað þvíumlíkt…

En mér finnst:

70's show getur alveg eins staðið uppi áhugamáli og neighbours, south park eða hvað annað! Og það yrði alveg jafn mikið talað um þar! Hvað er verið að tala um á Neighbours, á friends á StarTrek? Jú, akkúrat það sama mundi verða talað á 70's show!

Það er meira að segja miklu meira að fólki sem getur séð þá þætti. Því að það eru allir með stöð 1 en ekki nærrum því allir með stöð
2! En hvað með Skjá einn? Það eru kannski ekki allir með Skjá einn en þeir sem það hafa geta haft bara eitt áhugamál undir alla þættina.

En samt þyrfti 70's show að mínu mati ekki endilega að fá sér áhugamál, því ég hef enn betri tillögu sem að sumir (sem ég skil ekki) eru mjög á móti!

AF HVERJU ER EKKI SKJÁREINN-ÁHUGAMÁL!!!???

Mér finnst þetta mikið misrétti! Ég horfi ekkert mikið á sjónvarp sökum sjónvarpsskorts en ef ég horfi eitthvað á sjónvarp þá horfi ég á Skjá 1! Svo bara 70's show og þarna smack the pony þáttin þegar hann er.

Hvað gæti hugsanlega orðið hættulegt við að fá Skjá1 áhugamál??
Þá bara yfir ALLA ÞÆTTI á skjá einum! Þá fáum við Skjá1 unnendur eitthvað við okkar hæfi.

Buffy/angel - er ekki með stöð 2 og get þess vegna ekki horft.

Friends - er ekki með stöð 2 og get þess vegna ekki horft.

Neighbours - er ekki með stöð 2 og get þess vegna ekki horft.

Simpsons - er ekki með stöð 2 og get þess vegna ekki horft.
þetta er farið að verða svoldið einhæft..

Southpark - jú á Popptíví..einu sinni í viku en því miður get ég ekki horft á teiknimyndir en HLUSTA stundum á þá á netinu.

StarTrek - Já, frekar mundi ég ganga nakin niður Laugarveginn heldur en að þurfa að pínast til að horfa á þennan þátt!!
*mín skoðun*

Survivor - kommon!?? Heimskt fólk í Bandaríkjunum? Gaman fyrst..
______

Mér finnst mjög óréttlátt að meirihluti þáttanna sé á stöð 2!
Endilega segið mér hvað ykkur finnst!

Er ekki komið mál á Skjá einn áhugamál???