Ég er löngu hætt að horfa á barnaefni, en eins og ég er, þá gisti ég stundum hjá vinkonum mínum, og alltaf rosalega gaman alveg þangað til að einhvern langar að horfa á barnaefnið! það er bara allt í okey þegar þetta er á morgnana, ég vakna aldrey svo snemma að ég þurfi að lifa við þetta ógeð! En svo á virkum dgum þegar maður er að koma heim úr skólanum og vill setjast niður, og éta fyrir framann einhvern góðann sjónvarpsþátt…nei, eni. Hvað birtist á skjánum, ekkert nema endursýnt barnaefni í bara næstum 3 klukkutíma eða eitthvað! Þetta er alveg endalaus ræpa! Það sem að ég hef séð af þessu núna nýlega er alveg HRÆÐILEGT. ég meina eins og þessir “hasar” þættir, eins og Batman og þarna töfrakarlinn (ég hef bara séð brot af þessu!) þetta er enginn hasar! Það sést ekki einu sinni blóð þó að fólkið stingi sig óvart við það að skera lauk í kartöflusúpuna sína! ÞEtta er alveg ógeðslega leiðinlegt, og hvað er verið að endursýna þetta? mér finnst að þarna ætti maður nú að geta horft á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu á þessum tíma. littlir krakkar horfa ekki á þetta á þessum tíma, allavegana þau sem að ég þekki, þau láta sér nægja að horfa á þetta um helgar, oftast eru krakkar með svo gott ýmindunarflug þegar við erum lítil að þa er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera, sko ef að mér leiddist þegar ég var lítil þá tók ég bara þvottabalann setti hann á bakið á mér og lék skjaldböku! jú auðvitað beið maður eftir barnaefninú á laugardögum en það var bara ekki sýnt nema um helgar. Mér persónulega finnst þetta alveg ótrúlega asnalegt!