Ég hef verið að rekast soldið á umræður um þessa þætti (þó töluvert meira um spaugst. því að Gnarrinn er nú bara ný byrjaður) og verð að fá að segja mitt álit á þessum þáttum,
þessi nýja syrpa spaugstofunnar er alveg að meika það, mér finnst þættirnir með afbrigðum góðir og merkilegt hvað þeir hafa slakað á í stjórnmálagríni (sem er gott).
Svo sýndu þeir það nú um daginn að þeir gersamlega eiga íslenskan sjónvarpsmarkað með áhorf upp á 66,6%, geri aðrir betur, og ef ég mætti aðeins benda á grein sem ég sá “Sjónvarpsefni á Íslandi” sem Elrond skrifar. Þar skildi ég svo að íslenskt efni væri rippoff af erlendu, spaugstofan og fóstbræður, eftir hverju eru þeir að herma. Þetta er miklu elda efni en allt sem hann taldi upp, spaugstofan byrjaði t.d. árið 1989, eftir hverjum eru þeir þá að herma, Sjálfum sér.
En að hinu, Gnarrenburg. Já, hvað er hægt að segja um þennan þátt þar sem aðeins tveir þættir eru búnir. Ég beið nú spenntur eftir því að sjá þennann þátt, og hvernig hann yrði. Elrond þarna hefurðu rétt fyrir þér með þetta rippoff, þessi þáttur er eitt lélegt rippoff af Jay Leno, allt umhverfi þáttarins og uppbygging hans var og er eins og Jay Leno. Fyrsti þátturinn var afspyrnu leiðinlegur og bara ekkert fyndinn, og ekki er hægt að segja að seinni þátturinn hafi verið nokkuð betri og ég held að allir Gnarr aðdáendur eigi eftir að verða illa sviknir þegar að þeir sjá þennan þátt hans, GOOD RIDDANCE.

Ef ég hef móðgað einhverja, þá biðst
ég bara afsökunar og lofa að gera það
ekki aftur.