Tenglar VIð mahalo höfum tekið eftir því, eins og sennilega margir aðrir hér, að mikið er sent inn af tenglum sem eru skýrðir “Flott”, “Geðveik síða” eða jafnvel “*GG*”.
Við skiljum að ykkur finnist síðurnar æðislegar og viljið deila því með öðrum, en viljiði vinsamlegast skýra tenglana þeim nöfnum sem síðurnar heita.
T.d. ef þið ætlið að senda inn síðuna www.xmsims.com, vinsamlegast skýrið hana “Xmsims”, eað eithvað í þá áttina. Það er mikið þægilegra að leita að síðum og maður veit hvaða síða þetta er, sem maður er að hugsa um að skoða.
Ég hef reynt að endurskýra alla tenglana í morgun, svo að nöfnin séu á þessa átt sem ég hef bent á, en það gæti verið að ég hafi gleymt einvherri. Endilega bendið mér á það ef þið sjáið.