Ég er í stórfurðulegum vandræðum með leikinn minn. Eftir að ég eignaðist Holiday - viðbótina get ég ekki látið fólkið hringja í vini sína (valmöguleikinn er ekki til staðar), eina leiðin til að hitta vinina er að halda veislu. Fólkið vill ekki heldur hringja í leigubíl til þess að fara í frí eða í bæinn (valmöguleikinn er til staðar en virðist ekki virka). Það er bara hægt að fá fólkið til þess að hringja ef þau eru látin bjóða einhverjum og þá kemur bíllinn og allt en fólkið neitar að fara í bílinn. Vona að einhver geti hjálpað.
Goffie