Fyrigefiði hvað það hefur liðið langur tími án nokkurar sögu um Miry og co. Ég ráðlegg ykkur að lesa fyrst hina kaflana. Frekar ruglingsleg saga.
En hér kemur loksins sagan…

Miry lá oft andvaka á næturna, ekki vegna spennu fyrir næsta degi, heldur kvíða þar sem Miry blótaði því hversu illa hún væri nú sett í lífinu.
Miry var að nálgast fertugt, var einstæð og þurfti að sjá um 3 af 5 börnum sínum. Marsiku sem nýlega varð 13 ára táningur, Gregory(5) sem líktist æ meir manninum sem hún hafði haldið frammhjá með Klaroni, Hugh Chadwick, síðan var það hin unga Shannon sem hún hafði eignast eftir einnar nætur gaman.
Andvökunætunum fjölgaði og því meir sem Miry hugsaði því augljósari varð það að andvakan stafaði út af Klaroni, sem hún hafði svikið grimmilega.
Miry var ennþá ástfangin af Klaroni.
Næsta dag þegar hin daglega morgunrútina var yfirstaðin, Miry búin að koma börnunum í skólann og skutla Shannon í dagpössun, lét Miry slag standa og ákvað að hringja í Klaron, en í staðin fyrir að slá inn númerið sem hún kunni svo vel utanað (GSM- inn hjá Klaroni)stóð hún bara og starði á símann.
En einn daginn var hringt að fyrrabragði og þegar Miry svaraði heyrði hún þá ekki milda rödd Klarons, en hann var eyndar bara að athuga hvort það væri ekki í lagi að hann hitti Marsiku um helgina.
Klaron ætlaði að koma á föstudaginn og sækja Marsiku, en Miry bauð honum að koma við aðeins fyrr en vanalega, hún þyrfti að segja honum eitt.
Vikan leið og sælutilfinning hríslaðist um Miry þegar hún hugsaði til föstudagsins.
Á föstudaginn sjálfann þaut Miry heim úr vinnunni og gerði sig eins sæta og hún gat,því planið var að tæla Klaron aftur í arma hennar.
Þegar Miry var nýbúin að herða Korselettið, hringdi dyrabjallan.
Miry hljóp til dyra og svipti næstum því dyrunum af hjörunum vegna æsings.
Klaron heilsaði en horfði ekki einu sinni á Miry.
Miry bauð honum að setjast, Marsika væri rétt ókomin. Miry spurði hann hvað hann væri að ‘'bralla’' og Miry til mikillar skelfingar sagðist hann vera trúlofaður konu að nafni Amira Stone.
Við þessi orð brast hjarta Miryar og þegar Marsika mætti, kvaddi Miry, Klaron með söknuð í hjarta.
Var þetta ekki týpískt ?
Eitt ár leið og Miry varð frekar þunglynd og niðurdregin enda uppákoman með Klaroni enþá fersk í minni.
Einn daginn þegar Miry var að sækja Marsiku úr enn einni helgarferð hennar til Klarons, kom Miry að Klaroni niðurbrotnum.
Amira hafði slitið trúlofunni.
Miry nýtti tækifærið og ‘'huggaði’' Klaron, ‘'huggið’' endaði í kossaflensi og svo virtist er Klaron hefði fyrirgefið Miry. Hálfu ári seinna hófu þau í annað sinn sambúð og sæmdu sér vel, ástfangin upp fyrir haus.
Marsika (14oghálfs) var líka mjög ánægð með sameiningu foreldra sinna.
Klaron var reyndar frekar lengi að taka Gregory í sátt, enda var hann ein meginorsök sambandsslita hans og Miry en að lokum hugsaði Klaron jafn vel um hann eind og það væri hans eigin sonur.
Nú var Marsika 15, Gregory 7, og Shannon 3ja.
Klaron var ólmur í annað barn en Miry sem átti nú þegar 5 börn taldi líkama sinn hafa gengið einum og oft í gegnum óléttu.
En Miry taldi sig skulda Klaroni eitthvað og 9 mánuðum seinna fæddist strákurinn Troy í heiminn.
Miry var nú loks byrjuð að sofa vært á nóttunni,en nú í faðmi Klarons.( solldið væmið, en whatever :P )

-Patty, Kat, Stuart og tvíburarnir-

Patty og Kst lifðu nú frekar stöðugu lífi. Þau höfðu í fyrsta skipti efni á leigunni og gátu umfram það eytt peningunum í leikföng, föt og hin ýmsu húsgögn.
Patty var nú í fyrsta sinn að fá sæmilegar einkunnir og fór stöðugt fram. Það sama mátti segja um Kat en hún liðaðist silalega upp einkunarspjaldið.
Skólagöngu þeirra fór nú brátt að ljúka og sömuleiðis var Stuart orðin child og því þurfti að skutla honum í skólann á hverjum einasta degi, en Patty lifði það af.
Kat gekk hins vegar í gegnum erfitt skeið, þar sem tvíburarnir Madison og Greg voru orðnir slefandi toddlerar og skriðu einnig út um allt hús.
Patty og Kat kláruðu þriðja árið með sóma og kepptust við að klára 4 og jafnframt síðasta árið.
Spurning hvernig þeim gengur með það?

Viljiði enn annað Framhald?

Þið megið endilega koma með comment um það hvað eigi eftir að gerast. Ég er alveg blönk :)