Munzif
Kafli I

Morgan og Maria, systur, fluttu inn í litla íbúð í Belladona Cove.
Það voru tvö svefnherbergi, stór stofa og lítið lokað eldhús í einu horninu.
Þeim leyst báðum æðislega vel á þetta. Þær voru báðar einhleypar og til í tuskið.
Það bjuggu tvær aðrar fjölskydur í blokkinni, það var karl með child stelpu, og kona með toddler stelpu. Því miður var eini karlmaðurinn í húsinu frá tekinn fyrir konuna á neðstu hæðinni með toddlerinn.
Maria fékk sér vinnu, en Morgan var heima og vildi læra eitthvað áður en hún fékk sér vinnu við hæfi. Hún var heima og las í bókum, hvernig ætti að elda, og horfði einnig á sjónvarpið.
Hún hafði mikinn áhuga á eldamennsku. Þegar hún var að skoða kokkabækur uppí hillu rakst hún á nornabók. Í henni var allt á milli himins og jarðar um nornir og hæfileika þeirra. Morgan sökkti sér í bókina og gleymdi tímanum.
Hún rankaði loks við sér þegar Maria kom heim!
Morgan sýni henni bókina og báðar féllu þær gjörsamlega fyrir bókinni. Nú langaði þeim báðum að verða nornir!
Daginn eftir fékk Maria frí í vinnunni og systurnar fóru saman í bæjinn í nornaleit.
Eftir langa og erfiða göngu um bæinn, fatakaup og fleira rákust þær loksins á vonda norn. Þær fóru að spjalla við hana og reyna að kynnast henni betur svo þær gætu breyst í nornir. En hún hafði lítinn tíma fyrir þær, og loks fór hún bara.
Maria og Morgan fóru heim, og háttuðu snemma.
Um morgunninn hafði Morgan eldað smá morgunmat fyrir þær báðar. Maria stakk uppá því að halda partý svo þær gætu kynnst betur öllum nágrönnunum.
Þegar kvöldaði hringdi Morgan í alla þá sem hún ætlaði og bjóða, og allir gátu komið.
Þegar allir gestirnir voru komnir var músíkin sett á og allir dönsuðu af sér lappirnar. Morgan og Maria löbbuði á milli gestanna í leit af sætum strákum en ekkert gekk.
Morgan tók eftir að norninni og fór að tala við hana.
Þeim kom vel saman, en partýið var á enda og allt var í drasli. Morgan og Maria voru of þreyttar til að taka til og fóru að sofa
Um leið og Maria vaknaði daginn eftir fór hún fram og tók saman draslið.
Morgan vaknaði stuttu seinna og fékk sér morgunkorn. Maria fékk sér líka að borða, og fór svo strax í vinnuna.
Morgan var ein eftir. Hún skrapp í tölvuna, horði á sjónvarpið og kláraði að lesa bókinu um couple conseling (veit ekki hvernig það er skrifað).
Þá var hún orðin einmanna og hringdi í Nornina og bauð henni í heimsókn. Stuttu seinna kom nornin í heimsókn, þær töluðu saman yfir kaffibolla um lífið og tilveruna.
Síðan spurði Morgan, eftir mikla íhugun, hvort að hún gæti kennt sér leið myrksins (teach me the way of dark). Nornir hikaði ekki við að segja já. Þær stóðu upp og nornin galdraði á hana nornaálög einhver og Morgan breyttist í norn. Hún varð græn og hló eins og geðsjúklingur.
Nornin fór síðan heim og Morgan byrjaði að lesa í nornabók. Hún fékk nokkra skill punkta, en þá kom Maria heim.
Henni brá svolítið en bað strax um að verða norn. Morgan sagði auðvitað já, svo þarna voru komnar tvær hressar nornir.
Þær voru báðar á fullu að æfa sig.

Dagarnir liðu.
Morgan hafði gleymt sér alveg sem norn, en var komin nú með leið á því. Hana langaði í kærasta og stofna sína eigin fjölskyldu. Og þá gerðist það ótrúlega. Á efstu hæðina fluttu inn kona, karl og lítil stelpa.
Konan hét Olivia, og átti stelpuna se hét Viola. Karlinn hét John, og var bróðir Oliviu. John var dökkhærður, með blá augu og algjör sjarmer. Morgan féll kylliflöt fyrir honum. En, honum líkaði ekki við nornir. Hann hryllti sig við þeim. Hún reyndi að komast til hans, tala en hann vildi það ekki.
Þá fékk Morgan nóg. Hún bjó til sitt eigið mótefni og drakk það í einum hvelli. Græni liturinn fölnaði og hún varð aftur venjuleg. Þá fór hún til hans og John, gapti af undrun.
Hún var allt orðuvísi. Miklu sætari. Þau fóru að tala og svo reyndi hann aðeins við Morgan. Hún gerði náttúrulega bara á móti.
Það var farið að kvölda, en Morgan fór bara ekki.
Þegar Olivia, Viola og Maria voru sofnuð hver í sínu rúmi, í sinni íbúð, settust þau saman í sófan og ætluðu að horfa á mynd saman. Hann færði sig nær henni og tók utan um hana. LOKSINS! hugsaði hún.
Þegar myndin var búin stóð Morgan á fætur og ætlaði sér að fara.
Hann kvaddi hana, og sagði, Sjáumst á morgun og góða nótt.
Hann ætlaði að kyssa hana, en hún vildi skilja hann eftir alveg að deyja úr spenningi við að hitta hana aftur. Hún lagðist á koddann og sofnaði.



Þetta er orðið aðeins of langt,
en er komin lengra svo endilega
commenta ef þið viljið framhald!
<33