Ég vil taka það fram að þetta er einungis kynning á sögunni.

McKing fjölskyldan var afskaplega rík.
Charmont McKing átti verslunarmiðstöðina King’s.
Viðskiptin gengu svo vel að hann þurfti ekki einu sinni að mæta á staðinn til að vita hvernig gengi.
Eitt símtal nægði.
Cho McKing var heimavinnandi húsmóðir en dreymdi um vinnu sem náttúrufræðingur.
Hjónin áttu tvíburasyni, Gerard og Gideon.
Gerard var fyrirmyndarbarn, lærði heimanámið sitt og gerði allt sem honum var sagt.
Gideon var hinsvegar óþægur og lék sér úti með öðrum krökkum þegar hann ætti að vera að læra.

Einn daginn gafst Cho upp og ákvað að fá sér vinnu.
Þar sem engan náttúrufræðing vantaði gerðist hún nuddkona.
Hún réði vinnukonu til að hugsa um heimilið og strákana fyrir sig.
Vinnukonan, sem hét Romilda Vane, flutti í skúr úti í garði ásamt dóttur sinni, Nataliu, sem var á aldur við tvíburana.
Gideon og Natalia urðu strax bestu vinir.
Cho vissi af því en þar sem eiginmaður hennar hafði enga hugmynd um það skipti hún sé ekki af.
Charmont ákvað að synir hans ættu að fara í einkaskóla.
Hann sótti um og fékk jákvæð viðbrögð. Skólastjórinn kom í heimsókn og leist mjög vel á fjölskylduna.
Gerard og Gideon fengu inngöngu í fínasta einkaskóla landsins. Natalia fékk skólabækurnar þeirra og fór í hverfisskólann.

Vissi ekki alveg hvernig ég átti að enda söguna.
Ætti ég að skrifa meira?
E.s. Ef þið viljið vita hvernig þau líta út, spyrjið þá bara.
Nothing will come from nothing, you know what they say!