Þegar allra fyrsti sims leikurinn kom út fékk ég hann og var gjörsamlega húkkt á þessum leik, eignaðist alla aukapakkana og gerði lítið annað en að hanga í sims… svo kom sims 2 og ég keypti hann að sjálfsögðu… og svo sims university og night life… ég tolli aldrei í meira en hálftíma, því ég hef leikið þennan leik síðan bara forever!! það eru einhver 6 ár síðan fyrsti leikurinn kom út, eða eitthvað ,er ekki alveg viss…. mig dauðlangar í pets leikinn og buisness leikinn…. þetta er alveg merkilegt hvað maður getur verið illa haldinn, er einhver annar svona, heldur að allt breytist og maður nenni að spila liekinn þegar maður eignast nýjann aukapakka? eru fleiri komnir með svona lífstíðarógeð af þessum leik?

Ég elska leikinn en bara get ekki spilað hann lengur :(
Ofurhugi og ofurmamma