Kæra dagbók
Eric er orðinn tvítugur, ég ætla að segja frá afmælinu hans: Gestirnir voru 5, ég ,pabbi, mamma, Sophie og Ricky. Afmælisterta,blöðrur, bar og kampavín. Í dag á ég afmæli, ég ætla að vera með ros a veislu! Ég er ekki enn komin með unglingabólurnar, þær koma örugglega ekki.

Kæra dagbók
Ég er tvítug er núna er Eric ekki lengur Lee heldur Oskai! Við fluttum í stórt hús.

Kæra dagbók
Ég hef góðar fréttir að færa, ég er orðin ólétt! Eric er alltaf að reyna að tala við krakkann/krakkana þarna inni. ERic heldur að þetta sé einn strákur en ég held að þetta séu tvíburar, stelpa og strákur.

Kæra dagbók
Úff ekki datt mér í hug að þetta væri svona mikið álag. Bumban er í stærstu gerð! Auðvitað sagði ég Miröndu fyrst, henni langaði alltaf í litla frænku, svo hringdi ég í pabba og Lauru.

Kæra dagbók
Ég er búin að fæða, þetta voru tvíburastelpur sem heita nú Ana og Lily. Ana fæddist á undan en Lily á eftir. Nú fer að koma mikið af barnadóti og þess háttar, sem betur fer erum við í stóru húsi. Ana ældi á Eric, það var mjög fyndið hann setti Önu á jörðina en hljóp svo inn í sturtu. Ég setti þær inn í rúm og þær fóru að sofa. Við keyptum næstum allt bleikt en smáveigis gult. Svo fer ég að kvíla mig eftir allt þetta. Ana er með augun mín en Lily er með augun hans Erics, semsagt Ana með brún og Lily með blá. Þær eru báðar með brúnt hár eða ég meina augnabrúnirnar því þær eru nýfæddar og sköllóttar.
Plempen!