Ég var að prófa sims 2 eftir að hafa spilað sims 1 soldið áður og einn af simsunum var með romantic aspiration. Hún fékk life time goal að “make out with 20 different sims” og svo rétt eftir að hún var búin að eiga dream date þá vildi hún “do woo hoo with 3 different sims”.

Ef maður spyr mig sé ég ekki alveg rómantíkina við þetta og er hræddur um að þetta gefi börnum ranghugmyndir um rómantík.

Ég veit alveg að þetta er bara leikur og allt það en væri ekki nær að kalla þetta þá slutty sim, swinger sim, player sim, play boy sim eða eitthvað því um líkt frekar en romantic sim???


Mér finnst líka mjög merkilegt að mjög margir af simsunum vilja flirt, kiss, og allt það með sem flestum en svo verða þeir ógeðslega fúlir ef þeir sjá einhvern „hjarta vin“ gera slíkt.

Hvaða skilaboð gefur þetta krökkum sem spila leikinn? Allt í lagi að eiga marga kærasta, rekkjunauta og slíkt ef hinir fatta það ekki.