Ég er orðin svo pirruð á leiknum mínum, öll hverfin eru ónýt, ég kemst ekki inní þau og þegar ég kemst inní stjórnborðið þar sem ég vel hverfi þá heita öll hverfin bara “Downtown” :/
Svo í sambandi við dl mín, þau virka ekki nærri öll og mörg þeirra vil ég ekki eiga en ég veit ekki hvað þau heita í downloads möppunni þannig að ég get ekki eytt þeim :(
Leikurinn er semsagt gersamlega ónýtur, ég held að ég verði bara að eyða öllum download-unum úr tölvunni og uninstalla leiknum…málið er bara að það virkaði ekki í hinni tölvunni minni, ég reyndi að uninstalla leikjunum í henni því að þeir höfðu ekki virkað lengi.
Ég byrjaði á að uninstalla öllum aukapökkunum, svo sneri ég mér að The Sims 2 aðalleiknum, en nei allt kom fyrir ekki…ferlið hætti alltíeinu og sagði mér að ég ætti að eyða fyrst öllum aukapökkum áður en ég eyddi Sims 2 (en ég var búin að eyða öllum aukapökkum og stuff-pökkum!).

Þegar Sims 2 virkaði ennþá í þessarri tölvu þá voru samt gallar, hann var súperhægvirkur (léleg tölva), öll húsin voru svört, downloadaðir hlutir hétu nærri allir vitlausum nöfnum (t.d. keypti ég vask í baðherbergið og í “description” stóð að þetta væri borðstofuborð :S).
Ég er orðin fullsödd á þessu!

PS: Í sambandi við nýja aukapakkann Pets og nýja stuff-pakkann Glamour Life þá er ég orðin frekar pirruð á “Hvenær koma þeir út?” korkum…væri ekki sniðugt að setja lítinn kubb á áhugamálið með niðurtalningu til að telja niður dagana þartil þeir koma út? T.d. “Það eru # dagar þar til Sims 2 - Pets kemur út, þann #.águst”