Ég er með sims Nightlife hérna hjá pabba mínum og það er margt í honum sem er ekki rétt og mig grunar að það sé vegna þess að ég svindla mikið því að það er í rauninni eina ástæðan sem ég sé.
T.d. þegar ég fer inní eitthvað hverfi þá kemur verður allt blátt og stendur nafnið á hverfinu á meðan það er að loadast (það á samt að gerast) en það kemur ekki mynd af tveimur húsum í stóra gluggann fyrir ofan nafnið á hverfinu heldur er ekkert þar.
En allavega, svo þegar ég er komin inní hverfið þá eru öll húsin sem ég er einhverntímann búin að spila í mjög fáránleg útlítandi…oft sést bara þakið á húsunum eða ekkert af þeim og svo er alltaf stór mynd af einhverjum sem býr í húsinu hliðina á húsinu sem er mjög pirrandi.
En svo fer ég kannski inní einhverja fjölskylduna og á meðan þetta er að loadast þá kemur ekki mynd af fjölskyldunni í blá dæminu heldur kannski mynbd af einum úr fjölskyldunni uppí horninu, eða mynd af einhverjum sem hefur komið í heimsókn þangað.
En segjum að það myndi kvikna eldur…slökkviliðið kemur ekki fyrr en mörgum tímum seinna.
Ég get ekki tekið neinar myndir eða vídeo því að þær verða bara svartar með mynd af húsinu eða einni manneskjunni í einu horninu.
Ef ég fer í þarna litla passamyndabásinn sem hægt er að kaupa þá gerist það sama.
Ég get spilað leikinn en þetta spillir fyrir, er þetta svona hjá einhverjum öðrum?